131. löggjafarþing — 9. fundur,  14. okt. 2004.

Virðisaukaskattur.

159. mál
[10:36]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Herra forseti. Við þetta mál er kannski engu að bæta öðru en því sem ég sagði við fjárlagaumræðu í síðustu viku þar sem þetta bar örlítið á góma. Niðurstaða er ekki fengin hvað þetta varðar í viðræðum stjórnarflokkanna og ég get ekki fullyrt hvenær það gerist eða hver niðurstaðan verður. En vonandi verður hún í samræmi við það sem segir í stjórnarsáttmálanum að endurskoðun virðisaukaskattskerfisins leiði til hagsbóta fyrir almenning.