131. löggjafarþing — 10. fundur,  18. okt. 2004.

Skráning nafna í þjóðskrá.

17. mál
[18:54]

Örlygur Hnefill Jónsson (Sf):

Herra forseti. Það mál sem hv. þm. Sigurjón Þórðarson mælir fyrir virðist kannski ekki vera mjög stórt, en enginn þarf að fara í grafgötur með að það er stórt öllum þeim sem það varðar. Ég tek undir með hv. þm. að ég trúi ekki öðru en að hægt sé að finna tæknilega lausn á þessu, að það sama gangi yfir alla þegna landsins varðandi skráningu í þjóðskrá. Ég styð málið.