131. löggjafarþing — 11. fundur,  19. okt. 2004.

Þriðja kynslóð farsíma.

160. mál
[14:56]

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ekki þótti mér þetta sannfærandi röksemdafærsla hjá hæstv. ráðherra þó ég taki að sjálfsögðu undir það og ætli að koma inn á það í ræðu minni hérna á eftir að mikilvægast er að tryggja landsbyggðinni aðgang að þjónustunni.

Ég fullyrði að þessi leið fegurðarsamkeppninnar á vali á þeim sem í þessi verkefni ráðast leiðir til þess að pólitískt moldviðri skapast um þá leið. Sjónarmið samkeppninnar eru að mínu mati fyrir borð borin af því að fegurðin í þessu dæmi er í auga þess sem veitir en ekki í almennum, gagnsæjum reglum. Þetta mun skapa pólitískt moldviðri, hæstv. samgönguráðherra. Ég skora á þig að endurskoða þessa leið og fara þá leið sem ég hef lagt til og við höfum talað fyrir, þ.e. hreinu uppboði, en ekki þessa fegurðarsamkeppnisleið þar sem geðþóttinn ræður og hægt er að vefengja það val sem fram fer.

(Forseti (JóhS): Forseti beinir því til hv. þm. að ávarpa ráðherrann sem hæstvirtan.)