131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[11:35]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vegna orða hv. þingmanns um að skýrslan skyldi ekki rædd í vor vil ég fyrst segja að ég reyndi ítrekað að fá hana rædda hér á hv. Alþingi en því varð ekki fyrirkomið einhverra hluta vegna. Það er því ekki við mig að sakast í þeim efnum, bara svo að það liggi fyrir.

Síðan spyr hv. þm. um ráðuneyti sjálfstæðismanna. Ég hef engin svör við því, þetta er sú skýrsla sem unnin er á grundvelli upplýsinga sem berast frá ráðuneytunum. Ég bara hef ekki svör við því á þessari stundu en mun athuga hvernig á þessu stendur.