131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[11:37]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það þurfi engrar skýringar við að sú skýrsla sem lögð er fram núna sé ekki nákvæmlega eins og sú sem lögð var fram í vor, það er einfaldlega vegna þess að borist hafa nýjar upplýsingar. Verkefni hafa líka verið í gangi sem hafa þokast áfram o.s.frv. Mér finnst þetta ekki vera alveg málefnalegt að koma með þetta svona í upphafi því að ég hef ekki gert neinn sérstakan samanburð á ráðuneytum framsóknarmanna og ráðuneytum sjálfstæðisráðherra í þessu sambandi og tel það ekki mitt hlutverk. Hv. þm. verða bara að lesa skýrsluna eins og hún kemur fyrir.