131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[12:41]

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Með þessari skattkerfisbreytingu komu fram gögn úr efnahags- og viðskiptanefnd frá ríkisskattstjóra um þær tölur sem ég nefndi. Af því að hv. þm. skýlir sér á bak við það að hann hafi þær ekki ætla ég að snúa spurningunni við.

Segjum sem svo að þær upplýsingar sem ég fer hér með séu réttar — telur þá hv. þm. að þessi skattkerfisbreyting hafi komið jafnt út fyrir allan atvinnurekstur, sama hvort hann var á Vesturlandi eða á höfuðborgarsvæðinu? Mig varðar ekkert um atvinnulífið, hvernig það var á þeim ömurlegu árum 1990–1991 þegar erfiðleikar voru miklir. Aðeins þetta, ef þær tölur eru réttar sem ég er hér að nefna telur þá hv. þm. að þarna hafi jafnræðis verið gætt í skattkerfisbreytingum gagnvart fyrirtækjarekstri á Vesturlandi og í Reykjavík og á Reykjanesi?