131. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[14:37]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er eiginlega dálítið hissa á þeirri ræðu sem hér var flutt, ég get ekki annað sagt. Mér finnst ákveðinn hroki felast í því að bera það hér á borð að ég þekki ekki til landsins alls. Ég held að hv. þingmaður ætti bara að kynna sér dagbók mína og átta sig á því hvað ég fer mikið um landið.

Svo finnst mér eins og hún sé farin að yfirbjóða kollega sinn úr Norðausturkjördæmi, Kristján Möller, sem talar hér næst. Ég gæti gjarnan spurt hann að því, þó að það falli kannski ekki vel að þessu andsvari, hvort hann sé ekki sammála hv. þingmanni um að það sé verið að gera allt of mikið á Akureyri af minni hálfu og hálfu stjórnvalda.

Þetta var ræða sem mér finnst eiginlega ekki vera boðleg.