131. löggjafarþing — 24. fundur,  10. nóv. 2004.

Heilsugæslustöðin á Raufarhöfn.

120. mál
[18:30]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Það er í sjálfu sér ekki miklu við svör mín að bæta. Ég endurtek að ég er óánægður með framvindu verksins og vona að slík dæmi þurfi ekki að endurtaka sig. Hins vegar vil ég láta það koma fram og tek undir með hv. fyrirspyrjanda að Raufarhöfn er vel þjónað af heilsugæslulækninum sem þar starfar og hefur aðsetur á Kópaskeri. Rétt er að það komi fram að starf hans á svæðinu og heilbrigðisstarfsfólksins alls sem þar þjónar hefur unnið ágætisstarf. Það er áríðandi að koma aðstöðunni þarna í lag og ég vona að við ráðum fram úr því á næsta ári.

(Forseti (JBjart): Það er rétt að gera augnablikshlé á dagskrá þessa fundar.)