131. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2004.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[11:56]

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við höfum verið á þessum lista og það hefur verið stefna hér að styðja þessar aðgerðir. Á þessum lista er líka talað um uppbyggingarstarf í Írak og ef við tökum okkur af þessum lista núna þá eru það skilaboðin væntanlega að við viljum ekki standa að þessu uppbyggingarstarfi, af því að hitt hefur allt farið fram. (Gripið fram í.) Hitt hefur allt gerst.