131. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2004.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[16:05]

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég er sammála þeim málflutningi hæstv. utanríkisráðherra að margt hefur breyst en mér finnst samt að þessir hlutir eigi aldrei að gerast og eigi ekki að eiga sér stað og það er alveg rétt sem kom fram í málflutningi hans. En það er sorglegt að við skulum vera tengd því bandalagi sem framkvæmdi þennan verknað.

Það er eitt sem ég hef ekki enn fengið svar við í spurningu minni og það er varðandi friðargæslumálin. Ég vil spyrja hæstv. utanríkisráðherra hvort það sé stefna í framtíðinni í mannúðarmálum og félagsmálum að styðja fatlaða, konur og börn í meira mæli en gert hefur verið, ekki bara að veita peninga í friðargæslu heldur líka í önnur störf í flokki mannúðarmála. Ætlar Ísland að veita meira fjármagn í þessi atriði en gert hefur verið?

(Forseti (ÞBack): Forseti vill vekja athygli hv. þingmanns á því að hæstv. utanríkisráðherra hefur veitt andsvar tvisvar og hefur ekki möguleika á að svara henni í andsvarstíma nú en vísar þá til síðari ræðu hæstv. utanríkisráðherra.)