131. löggjafarþing — 27. fundur,  12. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[11:29]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Samkvæmt svari frá hæstv. fjármálaráðherra til mín hefðu 16,3% hækkun dagvinnulauna grunnskólakennara þýtt aukningu skuldbindinga ríkissjóðs um 9–10 milljarða, þ.e. um 2,5 millj. kr. á hvern einasta starfandi kennara.

Spurning mín til hv. þingmanns er: Hvernig líst honum á það tilboð frá ríkisstjórninni, að kennarar fái kröfum sínum fullnægt að fullu, 35% launahækkun, gegn því að tryggja sig hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga eða öðrum lífeyrissjóði sem ekki er með ríkisábyrgð? Þá eru þeir komnir með sambærileg laun og þeir miða við og sambærileg lífeyrisréttindi. Þetta yrði miklu ódýrara fyrir ríkissjóð. Hann gæti borgað mismuninn á þessum 16% og 35% til sveitarfélaganna. Hvernig líst hv. þingmanni á slíkt?