131. löggjafarþing — 31. fundur,  16. nóv. 2004.

Innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda.

3. mál
[14:55]

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Ég biðst afsökunar á því, forseti, að hafa ruglað saman ráðherrum og formönnum, háttvirtum og hæstvirtum, á vegum ríkisstjórnarinnar. Hins vegar hlýt ég að æskja þess að núverandi formaður utanríkismálanefndar svari því hvort hún hafi einhverja vitneskju um hvernig ákvörðunin var tekin og hvort haft var samband við utanríkismálanefnd á sínum tíma? Hvort hún hefur gengið eftir því að fá skýringar á þessu máli, sem varðar ekki bara nefndina sjálfa, heldur líka þingsköpin og landslögin?