131. löggjafarþing — 31. fundur,  16. nóv. 2004.

Innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda.

3. mál
[14:55]

Sólveig Pétursdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil einungis ítreka það sem ég sagði í ræðu minni áðan að þetta mál er til vinnslu og umræðu í utanríkismálanefnd. Það er búið að útvega mikið magn af gögnum sem nefndin hyggst fara yfir.