131. löggjafarþing — 31. fundur,  16. nóv. 2004.

Innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda.

3. mál
[14:57]

Sólveig Pétursdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Sú tillaga sem er til umræðu hér á Alþingi í dag felur í sér sams konar beiðni og kom til utanríkismálanefndar frá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni. Utanríkismálanefnd er að skoða þetta mál. Ég skil ekki hverju meiru hv. þingmenn telja að þeir fái framgengt með skipan slíkrar nefndar sem þingsályktunartillagan kveður á um.

Reyndar man ég ekki til þess að slík nefnd hafi verið skipuð hér á hinu háa Alþingi. Þessi þingsályktunartillaga verður eins og ég sagði áður rædd í utanríkismálanefnd.