131. löggjafarþing — 31. fundur,  16. nóv. 2004.

Kynning á íslenskri list í sendiskrifstofum Íslands.

296. mál
[18:00]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var áhugaverð ræða um list og listverk í sendiráðum. Nú er það svo að ég hef aldrei komið sjálfur í sendiráð. Þó hef ég ferðast víða og dvalið langdvölum erlendis. Ég hef verið að velta fyrir mér að ef þetta á að ná því markmiði að kynna íslenskt handverk og list væri áhugavert að fá yfirlit yfir það hverjar eru heimsóknir í íslensk sendiráð í útlöndum og hvort þetta skiptir yfir höfuð máli til að kynna list og handverk. Það skiptir náttúrlega máli ef á að kynna þessa list og handverk að einhverjir sjái það.