131. löggjafarþing — 32. fundur,  17. nóv. 2004.

Útvarp á öðrum málum en íslensku.

166. mál
[14:42]

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Það væri ágætt að fá fram hvers vegna menn þurfi að útvarpa á útlensku til að gæta nafnleyndar? Ég átta mig ekki á því. Það væri fróðlegt að það kæmi fram.