131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Loftslagssamningurinn og stefna Íslands.

[15:13]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Herra forseti. Að sjálfsögðu. Við ætlum að halda áfram að nýta íslenska orku. Það stendur ekkert til af hálfu núverandi ríkisstjórnar að hætta að nýta eina mestu auðlind þjóðarinnar. Jafnvel þótt vinstri grænir vilji ekki nýta þessar auðlindir geta þeir ekki ráðið því. Meiri hluti þjóðarinnar ræður í þessum efnum og við ætlum að sjálfsögðu að halda áfram að virkja orku okkar til hagsmuna fyrir þjóðina alla. Að sjálfsögðu.