131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Viðræður um skiptingu tekjustofna ríkis og sveitarfélaga.

[15:36]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Það er einfaldlega verið að vinna að þessu máli á þeim forsendum sem ákveðnar voru í þeirri viljayfirlýsingu sem ég gat um hérna áðan. Það er útgangspunkturinn í verkinu. Síðan verða menn að vinna það eftir atvikum eins hratt og mögulegt er.

Ég geri mér sem sagt vonir um að það takist að ná landi í þessu máli með viðunandi hætti áður en mjög langt um líður, hv. þingmaður.