131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Fjáraukalög 2004.

76. mál
[15:43]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér stendur til að afgreiða eftir 2. umr. atkvæðagreiðslu um fjáraukalög fyrir árið 2004. Það er ljóst að fjáraukalögin í fyrirliggjandi búningi eru algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarmeirihlutans og við í Frjálslynda flokknum munum sitja hjá við afgreiðslu þessa máls. Ábyrgð þess er ríkisstjórnarflokkanna til ákvörðunar. Þó að vissulega séu hér atriði sem bent var á við síðustu fjárlög er þessi málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og engrar annarrar.