131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Fjáraukalög 2004.

76. mál
[15:48]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Öllum ætti að vera ljós hinn gríðarlegi fjárhagsvandi margra sveitarfélaga. Það er vitlaust gefið í skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga. Skuldir sveitarfélaganna jukust um tæpa 3 milljarða á síðasta ári. Ríkið heldur öllum helstu tekjustofnunum en sveltir sveitarfélögin og montar sig svo sjálft af skattalækkunum. Í þessari tillögu er lagt til að hækka framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um 300 millj. kr. og yrði þá framlagið, aukaframlagið í ár, 700 millj. kr. sem er algjör lágmarksupphæð til að leysa brýnasta vanda verst stöddu sveitarfélaganna.

Já, herra forseti, það veitti ekki af milljörðum í verkefnið en þetta eru 700 millj. kr.

Við teljum afar brýnt að koma til móts við sárasta vanda sveitarfélaganna, og Alþingi ber skylda til þess.