131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[16:19]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Þetta var ömurlegur málflutningur hjá hæstv. menntamálaráðherra því það er sýnt svart á hvítu í ágætri greinargerð frá Stúdentaráði Háskóla Íslands þetta er eintómur feluleikur. Það stendur ekki steinn yfir steini í röksemdafærslu hæstv. ráðherra og er í rauninni furðulegt að bjóða upp á þessa umræðu. Menn eiga bara að koma hér í ræðustólinn, og sérstaklega sjálfstæðismenn, og vera stoltir af því að vera búnir að ná fram því baráttumáli sínu að setja á skólagjöld. Það hefur verið eitt af baráttumálum Sjálfstæðisflokksins og menn eiga þá bara að vera menn til að fagna því, vera ánægðir með það að hafa beygt Framsóknarflokkinn. Mér finnst þá menn koma hreint fram að vera ánægðir með að hafa náð fram stefnu flokksins og hafa beygt Framsóknarflokkinn niður í duftið.