131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[18:10]

Þórarinn E. Sveinsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Til að svara síðustu spurningunni er náttúrlega hugmyndin framkomin. Þetta er það sem menn eru sammála um í þessum umgangi. (Gripið fram í: … þessari umferð?) Þetta er eins og ég hóf mál mitt á áðan framreikningur á gömlum lögum sem ég hélt að hefðu verið upphaflega sett fyrir flesta skólana 1994 en einhver nefndi 1991 þannig að ég ætla ekki að gefa mig út í það hverjir settu þetta á upphaflega.

Sá er nákvæmlega kjarni málsins og það gefst ekki tími til að fara miklu lengra í það. Þetta er umræðan sem er í gangi úti í samfélaginu og ég fagna því að hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson taki þetta svona upp. Þetta er umræða sem við þurfum að taka og ég er alveg tilbúinn (Gripið fram í.) að taka þátt í henni með hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni og hverjum sem er. Menn eru sammála því að taka hógvær innritunargjöld og þau breytast auðvitað með tímanum. Það er það sem verið er að breyta hér. Menn eru að breyta gömlum lögum í ný.