131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[18:17]

Þórarinn E. Sveinsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég kem upp til að segja að ég held einmitt að ræða síðasta hv. þingmanns sýni það að menn geta alveg náð samstöðu í þessu máli þegar menn ræða það á þeim faglegu nótum sem þessi umræða á allra helst skilið. Ég get alveg tekið þátt í þeirri umræðu að í dag sé ekki jafnrétti til náms í öllum fögum á landinu. Ekki er allt nám jafnaðgengilegt öllum og það er líka þannig þróun í skólakerfinu að ekki eru allir skólar jafnaðgengilegir öllum. Hlutverk okkar er að halda ríkisskólunum vel samkeppnishæfum. Hvernig gerum við það best? Það má alveg hafa þá skoðun að ef þetta innritunargjald væri ekki aðlagað núna hefðu tekjur skólanna minnkað sem þessu nemur. Þetta er eingöngu lítill hluti af öllu stóra málinu sem ég veit og vona að verði rætt hér.