131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[19:17]

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Vegna þess, forseti, að með þeim einum hætti er þessi tala pínd út úr skólameisturum þessara þriggja ríkisháskóla að þeir standa nauðugir viljugir, upp fyrir haus í peningavandræðum, ráða ekki við að stjórna skólunum með þokkalegum hætti án þess að koma skríðandi til menntamálaráðuneytisins, fá ekki úrlausn mála sinna nema þeir komi og geri það sem hæstv. menntamálaráðherra vill, í þetta sinn að hækka skatt á nemendur um 140 millj. kr. Það er að vísu ekki stórmannlegt hjá háskólarektor en þó mannlegt, en það er beinlínis menntamálaráðherranum til vansæmdar að haga yfirstjórn sinni í menntamálum með þessum hætti.