131. löggjafarþing — 36. fundur,  23. nóv. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[16:02]

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég nenni nú ekki í útúrsnúninga.

Ef við erum sammála um að við ætlum að reka eitthvert sameiginlegt kerfi í landinu, afla tekna til að leysa á sameiginlegum félagslegum forsendum tiltekin verkefni og svo sé annað úti á markaðnum, þurfum við að afla einhverra tekna til að gera þetta. Til þess notum við skatta.

Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki bara rétt að menn hafi tekjujöfnun í huga við þá skattlagningu, heldur sé það líka réttlátt að menn borgi í einhverju samræmi við getu sína til þess. Það er það sem þetta snýst um. Fólk með 100 þús. kr. á mánuði til að draga fram lífið í þessu landi, fjórða dýrasta landi heimsins, er ekki í færum til að borga skatta. (SKK: Menn …) Menn með milljónir í tekjur í hverjum nánuði geta það. Þeir hafa getuna til að greiða þá skatta sem við þurfum til að standa undir sameiginlegum verkefnum. Reyndu að koma því inn í hausinn á þér, hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson.