131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[17:00]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Helga Hjörvar þykir það henta núna að beina spjótunum að Halldóri Ásgrímssyni. Það verður hann að eiga við sig. Hins vegar er ljóst og það getur engum komið á óvart að Öryrkjabandlagið leit öðrum augum á þetta samkomulag, taldi að það væri 1.500 milljónir. En í samkomulaginu sem við handsöluðum var skráð 1.000 milljónir. Samkvæmt þeim útreikningum og samkvæmt þeim forsendum sem við gerðum og samkvæmt þeim forsendum sem voru niðurstöður þá eru komnar í þetta samkomulag 1.300 milljónir núna. Vonandi getum við barist áfram fyrir meiri framlögum til öryrkja. Ég er tilbúinn til þess. En staðan er þessi núna.