131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[17:49]

Drífa Hjartardóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Maður er kannski farinn að endurtaka sig ansi mikið, en eins og ég sagði áðan tel ég að það þurfi að skilgreina og skipuleggja námið upp á nýtt. Það varð algjör sprengja í fjarnáminu og miklu meiri en menn áttuðu sig á. Eins og ég sagði áðan hefur þetta verið barn fjárlaganefndar. Fjárlaganefnd kom verkefnunum á stað og hefur hlúð að þeim. Verið er að vinna mjög gott verk. Það hefur komið fram í tölum að þúsundir manna eru í fjarnámi. Það er lykilmál fyrir landsbyggðina að símenntunarstöðvarnar fái meira fjármagn og við höfum gert okkar til þess.