131. löggjafarþing — 40. fundur,  26. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[10:51]

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Safnalög voru sett á árinu 2001 til að treysta uppbyggingu faglegs safnastarfs í landinu og til að hafa eftirlit með þeim fjármunum sem ríkið veitir til þeirra hluta. Nú liggja fyrir umsóknir hjá safnasjóði um styrkveitingar upp á tæpar 200 millj. kr. Það er ljóst að þær 66 millj. sem er óbreytt fjárhæð frá fyrra ári duga hér engan veginn til. Því höfum við lagt fram tillögu um að hækka framlagið upp í 120 millj. Það er mikilvægt að efla safnasjóð til að tryggja framþróun og fagmennsku í safnastarfi. Ég segi já.