131. löggjafarþing — 40. fundur,  26. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:19]

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að rekstrargrunnur Landspítala – háskólasjúkrahúss hafi verið styrktur í fjárlögunum og að hagræðingarkrafa spítalans hafi verið felld niður á næsta ári dugar það samt ekki til að styrkja svo reksturinn að ekki komi til áframhaldandi samdráttar, uppsagnar starfsmanna og skerðingar á þjónustu. Þessar 600 millj. eru til þess að tryggja núverandi starfsemi þannig að hún fari fram nokkurn veginn ótrufluð. Þetta er ekki viðbót við starfsemina. Þetta er eingöngu til að halda núverandi starfsemi í nokkuð öruggum böndum. Ég segi já.