131. löggjafarþing — 45. fundur,  30. nóv. 2004.

Málefni aldraðra.

85. mál
[16:44]

Frsm. heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (F) (andsvar):

Herra forseti. Einhvers staðar í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins hlýtur að liggja fyrir samlagningartala um þetta. Ég hendi ekki alveg reiður á hvað þetta gerir samtals.

En af því að hv. þingmaður sagði að þetta legðist á alla skattgreiðendur þá vil ég árétta það að undanþegnir þessu gjaldi eru börn innan 16 ára aldurs og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuársins. Skattstjóri hefur líka heimild til að fella þetta gjald niður af þeim elli- og örorkulífeyrisþegum sem eru undir 70 ára aldri og dveljast á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Einnig eru þeir undanþegnir gjaldinu sem eru með tekjuskattsstofn við skattleysismörk.

En ef þessir eru frátaldir má margfalda fjárhæðina í Framkvæmdasjóði aldraðra með fjölda skattgreiðenda.