131. löggjafarþing — 45. fundur,  30. nóv. 2004.

Málefni aldraðra.

85. mál
[16:56]

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Guð láti gott á vita ef þessi hópur er undanþeginn, en breytingarnar eru ekki orðnar að lögum. Engu að síður höldum við því til haga að við teljum að þessi hópur eigi ekki að greiða nefskattinn sem hækkar stöðugt, eins og hv. þingmaður benti á. Við teljum sem sagt að hópurinn eigi að vera undanþeginn.

Ég minni á það vegna umræðunnar um þá sem eru á hjúkrunarheimilum, þó ekki að þeir greiði skattinn sem eru tekjulausir þar. Ég minni á að þeir sem eru yfir 70 ára greiða auðvitað fyrir vistina þar. Þeir borga hluta af rekstrinum þó þeir borgi ekki í sjóðinn. Það er ástæða til þess að halda því til haga en mér láðist það í umræðunni áðan.