131. löggjafarþing — 45. fundur,  30. nóv. 2004.

Bifreiðagjöld.

377. mál
[18:44]

Guðmundur Árni Stefánsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt eitt andartak að það væri að taka sig upp gamalt bros hjá hv. þingmanni. En það var ekki nema örskotsstund. Svo þreyttist hann fljótt aftur og endurtók spurningu sína sem hann er búinn að spyrja 15 sinnum hér seinni partinn og búinn að fá 15 sinnum svör við. Hann er eins og rispuð plata.

Ég hlýt að sjá aumur á hv. þingmönnum og endurtaka ekki það sem búið er að segja við hv. þingmann allnokkrum sinnum hér í dag.

Nú bið ég hann að reyna eins og hann getur að halda brosinu þó ekki væri nema þessar tvær mínútur sem hann er í ræðustóli til að maður fái það á tilfinninguna að hann sé að ná þrótti sínum og krafti á nýjan leik. Það gleður mig því að ég er mannvinur. (Gripið fram í: Ætlarðu ekki svara?)