131. löggjafarþing — 45. fundur,  30. nóv. 2004.

Bifreiðagjöld.

377. mál
[18:45]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég reyni að hugsa eins og ég get um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar svo gleði mín haldi. Það er nefnilega mjög þreytandi þegar ég spyr spurninga og ég fæ ekki svar. Það er mjög þreytandi, herra forseti, og jafnvel öll gleðin yfir skattalækkununum dugar ekki til að vega upp á móti þeim leiðindum. En ég vil endurtaka aftur að það er virkilega stórkostlegt og það hefði einhver átt að segja mér fyrir sjö árum að eignarskatturinn yrði felldur niður. Það er stórkostlegt, herra forseti, þannig að nú hef ég tekið gleði mína aftur og ég spyr hv. þingmann aftur: Ef gjöld sem eru krónutala hækka um 3,5%, eins og í þessu frumvarpi, í 7% verðbólgu er það raunlækkun eða raunhækkun? (Gripið fram í: Það er langt í gleðistund.)