131. löggjafarþing — 46. fundur,  2. des. 2004.

Málefni aldraðra.

85. mál
[13:43]

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um það hvort þeir sem njóta grunnlífeyris, tekjutryggingar og tekjutryggingarauka almannatrygginga árið 2004 eða hafa lægri tekjur, þ.e. allt það fólk sem hefur tekjur undir framfærslumörkum eigi að vera undanþegið nefskattinum sem rennur til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Við teljum að það sé réttmætt að allir þeir sem hafa tekjur undir framfærslumörkum séu undanþegnir gjaldinu, auk þeirra sem lögin taka tillit til.