131. löggjafarþing — 46. fundur,  2. des. 2004.

Húsnæðismál.

220. mál
[15:05]

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins nota tækifærið til að fagna yfirlýsingu ráðherra hvað varðar Íbúðalánasjóð. Ég hrökk að vísu svolítið við vegna fjárhæðarinnar sem hann nefndi, að setja hámarkið ekki hærra en 14,8 milljónir, en ef miðað er við það sem hann sagði að það verði endurskoðað miðað við þróun á markaði sex mánuði aftur í tímann tel ég að það megi mjög vel við það una. Ég tel að það skipti verulega miklu máli að Íbúðalánasjóður verði áfram kjölfestan í lánakerfi okkar til íbúðarhúsnæðis.