131. löggjafarþing — 47. fundur,  2. des. 2004.

Rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum.

374. mál
[17:13]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér þykir gott að heyra að hv. þingmaður er ekki algjörlega á móti allri nýtingu auðlinda. Það var gott að heyra það, enda er hún stjórnarmaður í Landsvirkjun. Kannski væri ágætt að hún kæmi hér upp aftur og teldi þá upp t.d. þær virkjanir í eigu Landsvirkjunar sem eru í lagi og svo hinar sem eru ekki í lagi. Það vill nú svo til að hér gilda lög um mat á umhverfisáhrifum og það framkvæmdaferli sem Landsvirkjun fer væntanlega í gegnum. (Gripið fram í.)

Fyrst hv. þingmaður nefndi Ástralíu sérstaklega þá er mér kunnugt um ... (Gripið fram í: Nýja-Sjáland.) eða Nýja-Sjáland, þá fór hún á kostnað Landsvirkjunar þangað og notaði tækifærið til þess að koma á framfæri áróðri um fyrirtækið Landsvirkjun. (Gripið fram í: Er þetta nú málefnalegt?) Þetta var nú það sem hv. þingmaður (Gripið fram í.) afrekaði í ferð sinni til Nýja-Sjálands.