131. löggjafarþing — 47. fundur,  2. des. 2004.

Rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum.

374. mál
[18:33]

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér þykir mikilvægt að fá þennan skilning hæstv. ráðherra og ætla ekkert að gefa út um afstöðu mína til þess núna. Ég tel ástæðu til þess að nefndin fari vandlega yfir það hvernig þetta lítur allt saman út og hvort í raun og veru sé verið að setja hér lagaákvæði sem úthluti sjálfkrafa leyfum til þeirra sem hafa sótt eftir rannsóknarleyfum nú þegar og hafi þar með, með því að vera framsýnir og spáð rétt til um að hér verði sett lög sem passi, verið búnir að tryggja sér að nýta tilteknar auðlindir.