131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:06]

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að ítreka fyrri spurningu mína: Um hvað var ræða hv. þingmanns? Telur hann að ríkið þurfi að skera niður í ríkisfjármálunum til að halda jafnvægi eða telur hann að auka þurfi framlög, eins og hann sagði áðan, til heilbrigðis- og félagsmála? Telur hann þensluáhrif af skattalækkunum eða telur hann að engar skattalækkanir eigi sér stað? Hann taldi reyndar upp sjálfur að önnur gjöld hækkuðu jafnmikið. Eru þá engin þensluáhrif? Um hvað var ræðan? Hver er stefnan sem hv. þingmaður vill halda fram?