131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[15:05]

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. formanni menntamálanefndar fyrir þetta yfirlit. Ég ætla að fá að nota tækifærið hér við fjárlagaumræðuna og spyrja hv. þingmann um atriði í fjárlagaumræðunni sem er mikilsvert, sýnist mér.

Hér var lagt fram í gær frumvarp til Tækniháskóla Íslands þar sem gert er ráð fyrir framlögum á næsta ári á bilinu 130–150 millj. kr. En það er ekki að sjá (Forseti hringir.) að það sé gert ráð fyrir því í fjárlögunum sem hér eru til afgreiðslu. Ég vil því spyrja hv. formann menntamálanefndar hvernig á því stendur.

(Forseti (BÁ): Forseti vill vekja athygli hv. þingmanns á því að hér er nú tæpast um að ræða andsvar við ræðu hv. þingmanns hér áðan.)

(Gripið fram í: Þetta er umræða ...) Hv. formanni menntamálanefndar er frjálst að svara eða láta það ógert, virðulegur forseti. En ég læt hér lokið máli mínu.

(Forseti (BÁ): Forseti gerir athugasemd við að í andsvari sé með þessum hætti spurt um atriði sem hvergi koma fram í ræðu hv. þingmanns sem andsvarið beindist að.)