131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[15:36]

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er bara hreint bull. Verðbólgan er ekki að fara úr böndunum. Ég hef farið yfir það áður hvað gerst hefur með fasteignaverð og olíuna. (Gripið fram í.)

Hins vegar hafa bankastofnanir Íslands á 90 dögum komið inn í þjóðfélagið með 85 þús. millj. kr. til að lána sjö þúsund einstaklingum. Ég kalla þetta glannaskap. Þeir hafa gert þetta á örfáum mánuðum, að kýla inn óhemjulega fjármuni. Og Seðlabankinn situr bara eins og … — jæja, ég ætla ekki að segja það. Hann situr bara með hendur í skauti og segist ekkert geta gert. Hann hefur öll lög í hendi sér, hann getur notað bindiskylduna og á að nota hana en hann gerir það ekki.