131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:43]

Bryndís Hlöðversdóttir (Sf):

Herra forseti. Í lýðræðisríkjum tíðkast það að stjórnvöld styrkja sjálfstæða mannréttindastarfsemi í stað þess að brjóta hana niður eins og ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar er að gera með þessum tillögum sínum. Nú er röðin komin að Mannréttindaskrifstofunni í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að leggja niður starfsemi sem gagnrýnir hana.

Þetta er uggvænleg þróun og hættuleg lýðræðinu. Gildir þá einu hvort við erum að tala um Seðlabankann, Þjóðhagsstofnun eða Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ég vil tryggja sjálfstæða mannréttindastarfsemi undir hatti frjálsra félagasamtaka og fordæmi það markmið ríkisstjórnarinnar að vilja drepa hana niður. Ég segi já.