131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:44]

Einar Oddur Kristjánsson (S):

Herra forseti. Það hefur gætt dálítils misskilnings í frásögnum fréttastofa okkar af þessu máli. Hið rétta er að í fjárlögum þeim sem við erum nú að afgreiða er nákvæmlega sama upphæð til mannréttindamála og í fjárlögum yfirstandandi árs, þ.e. tvisvar sinnum 4 millj., samtals 8 millj. Það er ekki verið að skera þetta niður í heildina.

Við hverja afgreiðslu koma til álita fjárlaga meiningar um það hverjir eigi að úthluta fé, Alþingi eða ráðherrar, og menn geta deilt um það enda orkar það oft tvímælis. Hér er um að ræða getgátur um það að ráðherrar ætli eitthvað sem ekki hefur komið í ljós. Við höfum ekki talið ástæðu til að hækka þetta og ég segi því nei.