131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:45]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Það er einkennilegur hugsanagangur sem birtist í því að draga úr sjálfstæði umfjöllunar um mannréttindi hér á landi sem annars staðar. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð ríkisstjórnin er í þessu máli. Ég tel að menn séu að verða sér til skammar með því að fara í málið með þeim hætti að draga úr frjálsræði og frjálsri ákvaðanatöku varðandi mannréttindi. Ég segi já.