131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:47]

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Það er ljóst að það verður dapurleg niðurstaða í þessari atkvæðagreiðslu. Hún er dapurleg fyrst og fremst fyrir Alþingi vegna þess að skilaboð frá ráðherrum eru tekin sem fyrirmæli til manna um það hvernig þeir eigi að greiða atkvæði í þingsölum. Það sannaðist býsna vel í viðtali við formann fjárlaganefndar í útvarpi fyrir 3–4 dögum þar sem hann hafði þá einu skýringu á því að þessar breytingar væru gerðar að komið hefðu tillögur um þær frá ráðuneytunum.

Það er ótrúlegt að alþingismenn skuli vera svo litlir og lágir til hnésins að þeir skuli ekki geta slegið á puttana á ráðherrum sínum þegar valdið hefur spillt þeim eins og hér má vel sjá. Þingmaðurinn segir já.