131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:59]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F):

Herra forseti. Yfirlýsing mín og formanns Öryrkjabandalagsins frá 25. mars 2003 hefur verið uppfyllt. Í hana eru komnar 1.300 millj. núna og engin svik hafa verið þar í tafli. Í þessu frumvarpi og í fjáraukalagafrumvarpi fyrir árið 2004 eru veittar 2.500 millj. kr. til örorkubóta. Við það verður að sitja að sinni en kjarabarátta öryrkja heldur vissulega áfram. Ég segi nei við þessari tillögu.