131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:08]

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Vegna þessarar tillögu vil ég vekja athygli á því að aldrei nokkurn tíma hefur jafnmiklum fjármunum verið varið til stuðnings ferðaþjónustunni í landinu eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Það er blákaldur veruleiki, ekki sýndarmennska, hv. þingmaður.

Ég vil t.d. vekja athygli á því að frá haustinu 2002 hefur verið aukalega varið til markaðssóknar fyrir Íslands hönd 700 millj. kr. Við leggjum til fjármuni, það kemur m.a. fram í þessu fjárlagafrumvarpi sem við erum núna að afgreiða, til upplýsingagjafar af margvíslegum toga, m.a. menningartengdrar ferðaþjónustu. Þess vegna er það þannig að Alþingi hefur með stefnumótun sinni stutt rækilega við bakið á ferðaþjónustunni og það hefur borið árangur. Ég tel þess vegna þessa tillögu ekki tímabæra og segi nei.