131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:15]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Það frumvarp sem nú hlýtur lokaafgreiðslu er ábyrgt framlag af hálfu ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu. Með frumvarpinu er sýnt að ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn hefur sterk tök á ríkisfjármálunum. Ég bendi á að efnislegri afgreiðslu þessa máls var í raun lokið af hálfu stjórnarmeirihlutans og meiri hlutans í fjárlaganefnd við 2. umr. Frumvarpið tekur engum breytingum við 3. umr.

Tillögur stjórnarandstöðunnar einkennast af sýndarmennsku, yfirboðum og viðleitni til að ýta undir alla helstu kröfugerðarhópa í þjóðfélaginu. Niðurstaðan er skýr: 10 milljarða kr. afgangur, mjög gott framlag til umræðunnar um efnahagsmál á næstunni. Þjóðhagsspá Seðlabankans sýnir að ef eitthvað er verður þessi afgangur meiri á næsta ári. Ég segi já.