131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:18]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Við afgreiðslu þessara fjárlaga nú hefur ríkisstjórnin mótað þá stefnu að til framtíðar skuli beita skattkerfi landsins á þann hátt að þeir fái meira til sín sem hærri hafa tekjurnar og að ekki verði lagt upp með jöfnuð varðandi tekjudreifingu.

Þær tillögur sem stjórnarandstaðan hefur flutt, m.a. um það að taka upp barnabæturnar þegar á næsta ári, voru felldar. Allar tilraunir stjórnarandstöðunnar til að lagfæra stöðuna að því leyti sem varðar fólkið í landinu hafa einnig verið felldar. Sú afgreiðsla er algerlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Við í Frjálslynda flokknum sitjum hjá við lokaafgreiðslu málsins.