131. löggjafarþing — 51. fundur,  7. des. 2004.

Mælendaskrá í athugasemdaumræðu.

[14:08]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill taka fram að tilvitnuð grein þingskapa hljóðar að sjálfsögðu eins og hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir las upp. Hins vegar kemur ótvírætt fram í 51. gr. stjórnarskrárinnar að ráðherrar eigi rétt á að taka þátt í umræðum eins oft og þeir vilja, en gæta verði þingskapa. Það hlýtur t.d. að eiga við um ræðutíma og aðrar formreglur þingskapa um umræður. (Gripið fram í.) Hvað varðar ræðufjölda verður forseti að líta svo á að 51. gr. stjórnarskrárinnar taki á því máli.

Forseti byggir ákvörðun sína í þessu tilviki á fordæmum úr þinginu og samkvæmt upplýsingum forseta er samhljóða grein dönsku stjórnarskrárinnar, 40. gr. hennar, túlkuð með sambærilegum hætti í danska þinginu og þingsköpum þess.