131. löggjafarþing — 51. fundur,  7. des. 2004.

Mælendaskrá í athugasemdaumræðu.

[14:13]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess, áður en lengra er haldið, með umræðuna um fundarstjórn forseta, að það ákvæði þingskapa sem byggt er á við umræður um störf þingsins við upphaf þingfundar hefur oft og tíðum verið túlkað með sveigjanlegum hætti, t.d. varðandi tímamörk og annað og svo var í dag. Ekki var því um það að ræða að forsætisráðherra væri að taka tíma frá öðrum sem til máls tóku.